Skúli lítur svo á að verið sé að útrýma hvíta kynstofninum með innflytjendum af öðrum kynþáttum.
Skúli segir að þessi útrýmingarstefna sé aðeins rekin í hvítum löndum eins og hann orðar þar.
„Stórir hópar af öðru en hvítu fólki er flutt inn í hvít lönd, sem verður til þess að hvítt fólk hverfur með tímanum.“
En hvað vill Skúli gera í málinu?
„Ég vil stöðva innflutning og snúa honum við. Búa til heimaland fyrir hvítt fólk, rétt eins og fjölmargir aðrir kynþættir hafa sín verndarsvæði, þá þurfum við á okkar að halda. Það væri glæpur gegn mannkyninu ef hvítir myndu hverfa.“
Þátturinn í gær var helgaður kynþáttafordómum og tilraun gerð til að skilja hvaðan þeir spretta og hversu útbreiddur útlendingaótti er á Íslandi.