Innlent

Vilborg útilokar að fara á topp Everest í ár

Birgir Olgeirsson skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir segir óvíst hvort hún muni freista gæfunnar í þriðja sinn við að komast á tind Everest-fjalls eftir áfallið sem hún varð fyrir í skjálftanum á laugardag og því sem eftir fylgdi.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að Vilborg er stödd í grunnbúðum og að undirbúa för sína niður fjallið. Hún sagði ljóst að ekki yrði reynt við tindinn á þessu ári og gat ekki svarað því hvort hún muni reyna aftur á næsta ári. „Það er gríðarlega erfitt að svara þessu núna. Þetta er auðvitað gífurlega mikið áfall,“ sagði Vilborg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún segir engan klifrara úr hennar hópi hafa farist í snjóflóðinu en fimm starfsmenn fórust og 9 slösuðust alvarlega.

„Það sem bjargaði okkar lífi var að við vorum komin í Camp 1. Í kjölfar skjálftans kemur snjóflóð á okkur líka en hæfir okkur ekki. Þannig að við erum gríðarlega heppin að vera á lífi.“


Tengdar fréttir

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×