Íslensk stúlka í Nepal: „Maður er alltaf með hraðan hjartslátt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 14:03 Sólrún og vinir hennar voru í Katmandú áður en dvelja nú í Pokhara. „Það eru allir frekar skelkaðir og sofa úti á götu, maður er alltaf í viðbragðsstöðu einhvern veginn. Sérstaklega eftir alla þessa eftirskjálfta,“ segir Sólrún Agla Bjargardóttir en hún er ásamt þremur vinum sínum í Asíureisu og var stödd í fjallgöngu Nepal þegar skjálftinn átti sér stað. Hópurinn er nú staddur í bænum Pokhara í Nepal þar sem þau bíða eftir því að komast til Katmandú en þau eiga flug þaðan til Kína þann 29.apríl. Ekkert manntjón varð í Pokhara en Sólrún segir hús hafa hrunið. Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann sem var 7.8 stig að stærð hafa verið kröftugir. „Sérstaklega nóttina eftir skjálftann, þá kom rosalega stór eftirskjálfti um nóttina. Við vöknuðum við þvílík öskur og læti og rukum út á götu. Daginn eftir kom annar aðeins minni, þá hljóp fólk líka út úr húsum og það var verið að bera gamla fólkið út. Svo kom einn lítill í gær. Maður er alltaf einhvern veginn tilbúinn að hlaupa út,“ útskýrir Sólrún. „Maður er alltaf með hraðan hjartslátt og okkur hlakkar til að komast héðan.“ Það er þó ekki ljóst hvort að ungmennin komast í flugið sem þau eiga pantað þar sem allir vegir til Katmandú eru lokaðir þessa stundina og flugvellir aðeins opnir í stutta stund í senn. „Það er svo mikil óvissa á meðan eftirskjálftarnir eru ennþá, maður veit ekki hvenær verður opnað fyrir almenningsflug.“Á réttum stað á réttum tíma Sólrún og vinir hennar, þau Brynja Sigríður Gunnarsdóttir, Theodór Kristjánsson og Antoníus Smári, voru í fjallgöngu þegar jarðskjálftinn reið yfir en nokkru áður höfðu þau dvalið í Katmandú. „Við vorum í göngu sem átti að taka fimm daga. Daginn áður höfðum við átt að stoppa í fjallaþorpi en ákváðum í staðinn að fara lengra, stoppuðum í staðinn í Ghandruk. Fórum af stað snemma um morguninn en vorum í miðju fjalli þegar jarðskjálftinn varð en þannig séð á öruggum stað, vorum undir berum himni og ekki mikið af grjóti í kringum okkur.“ Hún segir að í fyrstu hafi hópurinn ekki áttað sig á alvarleika málsins og haldið áfram göngu sinni glöð í bragði. Síðan hafi símar tekið að hringja og þá varð þeim ljóst hvað skeð hafði. „Svo fengu báðir burðarmennirnir okkar þær fréttir að húsin þeirra hefðu hrunið og þeir vissu ekkert hvort að ættingjar þeirra hefðu verið í húsunum. Þetta tók á að vera með mönnum sem hafa misst húsin sín og eru eina stundina hlæjandi og hina í algjörri óvissu.“ Ferðin var stytt og hópurinn fluttur til Pokhara.Sorg í augum fólks og kveikt á kertum Þrátt fyrir að ekkert manntjón hafi orðið í Pokhara finnur Sólrún fyrir afleiðingum skjálftans á íbúa Nepal. „Maður finnur bara fyrir því eins og í gærkvöldi voru flestir sofandi á götunni, túristarnir sofa inni á veitingastöðum. Hótelið er tómt, það var fullt þegar við komum.“ Fjölmargir íbúar Pokhara eiga ættingja í Katmandú þar sem afleiðingar skjálftans urðu hvað alvarlegastar. „Maður sér bara sorgina í augunum á fólki þegar það sér þessar fréttir. Engin tónlist á stöðum, var búið að kveikja á kertum á öllum götum í gær. Það er mikil samkennd hér.“ Sólrún segist oft hafa lesið fréttir af hamfarasvæðum í gegnum tíðina en að það sé allt annað að vera staddur á svæðinu sjálfur. „Þetta er ólýsanlegt,“ segir hún. „Maður verður hálfklökkur af því að þetta stendur svo nálægt manni og maður hefur verið með nepölsku fólki síðan maður kom. Maður er bara hálfskælandi, ég get ekki lýst því öðruvísi. Ég þakka bara fyrir að hafa verið á réttum stað á réttum tíma.“ Sólrún veit ekki hvert framhaldið verður eftir að hópurinn kemst frá Nepal. Þau reyni að taka einn dag í einu og að hugurinn dvelji mun frekar hjá íbúum Katmandú og ættingjum þeirra. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Það eru allir frekar skelkaðir og sofa úti á götu, maður er alltaf í viðbragðsstöðu einhvern veginn. Sérstaklega eftir alla þessa eftirskjálfta,“ segir Sólrún Agla Bjargardóttir en hún er ásamt þremur vinum sínum í Asíureisu og var stödd í fjallgöngu Nepal þegar skjálftinn átti sér stað. Hópurinn er nú staddur í bænum Pokhara í Nepal þar sem þau bíða eftir því að komast til Katmandú en þau eiga flug þaðan til Kína þann 29.apríl. Ekkert manntjón varð í Pokhara en Sólrún segir hús hafa hrunið. Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann sem var 7.8 stig að stærð hafa verið kröftugir. „Sérstaklega nóttina eftir skjálftann, þá kom rosalega stór eftirskjálfti um nóttina. Við vöknuðum við þvílík öskur og læti og rukum út á götu. Daginn eftir kom annar aðeins minni, þá hljóp fólk líka út úr húsum og það var verið að bera gamla fólkið út. Svo kom einn lítill í gær. Maður er alltaf einhvern veginn tilbúinn að hlaupa út,“ útskýrir Sólrún. „Maður er alltaf með hraðan hjartslátt og okkur hlakkar til að komast héðan.“ Það er þó ekki ljóst hvort að ungmennin komast í flugið sem þau eiga pantað þar sem allir vegir til Katmandú eru lokaðir þessa stundina og flugvellir aðeins opnir í stutta stund í senn. „Það er svo mikil óvissa á meðan eftirskjálftarnir eru ennþá, maður veit ekki hvenær verður opnað fyrir almenningsflug.“Á réttum stað á réttum tíma Sólrún og vinir hennar, þau Brynja Sigríður Gunnarsdóttir, Theodór Kristjánsson og Antoníus Smári, voru í fjallgöngu þegar jarðskjálftinn reið yfir en nokkru áður höfðu þau dvalið í Katmandú. „Við vorum í göngu sem átti að taka fimm daga. Daginn áður höfðum við átt að stoppa í fjallaþorpi en ákváðum í staðinn að fara lengra, stoppuðum í staðinn í Ghandruk. Fórum af stað snemma um morguninn en vorum í miðju fjalli þegar jarðskjálftinn varð en þannig séð á öruggum stað, vorum undir berum himni og ekki mikið af grjóti í kringum okkur.“ Hún segir að í fyrstu hafi hópurinn ekki áttað sig á alvarleika málsins og haldið áfram göngu sinni glöð í bragði. Síðan hafi símar tekið að hringja og þá varð þeim ljóst hvað skeð hafði. „Svo fengu báðir burðarmennirnir okkar þær fréttir að húsin þeirra hefðu hrunið og þeir vissu ekkert hvort að ættingjar þeirra hefðu verið í húsunum. Þetta tók á að vera með mönnum sem hafa misst húsin sín og eru eina stundina hlæjandi og hina í algjörri óvissu.“ Ferðin var stytt og hópurinn fluttur til Pokhara.Sorg í augum fólks og kveikt á kertum Þrátt fyrir að ekkert manntjón hafi orðið í Pokhara finnur Sólrún fyrir afleiðingum skjálftans á íbúa Nepal. „Maður finnur bara fyrir því eins og í gærkvöldi voru flestir sofandi á götunni, túristarnir sofa inni á veitingastöðum. Hótelið er tómt, það var fullt þegar við komum.“ Fjölmargir íbúar Pokhara eiga ættingja í Katmandú þar sem afleiðingar skjálftans urðu hvað alvarlegastar. „Maður sér bara sorgina í augunum á fólki þegar það sér þessar fréttir. Engin tónlist á stöðum, var búið að kveikja á kertum á öllum götum í gær. Það er mikil samkennd hér.“ Sólrún segist oft hafa lesið fréttir af hamfarasvæðum í gegnum tíðina en að það sé allt annað að vera staddur á svæðinu sjálfur. „Þetta er ólýsanlegt,“ segir hún. „Maður verður hálfklökkur af því að þetta stendur svo nálægt manni og maður hefur verið með nepölsku fólki síðan maður kom. Maður er bara hálfskælandi, ég get ekki lýst því öðruvísi. Ég þakka bara fyrir að hafa verið á réttum stað á réttum tíma.“ Sólrún veit ekki hvert framhaldið verður eftir að hópurinn kemst frá Nepal. Þau reyni að taka einn dag í einu og að hugurinn dvelji mun frekar hjá íbúum Katmandú og ættingjum þeirra.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14
Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00
Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20
Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15
Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23