Innlent

Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku

Birgir Olgeirsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vísir/GVA
Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að taka aftur sæti á þingi 27. apríl næstkomandi. Það er fréttastofa Ríkisútvarpsins sem greinir frá þessu á vef sínum en Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn.

Umboðsmaður Alþingis kynnti í janúar niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.

Gísli Freyr Valdórsson hafði áður játað að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr innanríkisráðuneytinu þegar hann var aðstoðarmaður Hönnu Birnu.

Þegar Hanna Birna tekur sæti á þingi næstkomandi mánudag verða fjórtán dagar eftir af þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×