Þetta gerðist þegar Barcelona og Bayern München mættust síðast | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 14:45 Pep Guardiola snýr aftur á Nývang í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðast þegar liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vann Bayern München öruggan 7-0 samanlagðan sigur. Mörkin sjö má sjá í spilaranum hér að ofan. Pep Guardiola er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Barcelona en hann lék með liðinu um langt árabil og var svo knattspyrnustjóri þess á árunum 2008-2012. Barcelona gekk flest í haginn undir hans stjórn og varð m.a. þrisvar sinnum spænskur meistari, tvisvar bikarmeistari auk þess sem liðið vann Meistaradeild Evrópu í tvígang. Guardiola yfirgaf Barcelona eftir tímabilið 2012-13 og tók sér í kjölfarið árs frí frá þjálfun. Vinur hans og fyrrum aðstoðarþjálfari, Tito Vilanova, tók við Barcelona af Guardiola og gerði liðið að Spánarmeisturum á sínu fyrsta og eina tímabili með liðið.Lionel Messi átti erfitt uppdráttar í leikjunum gegn Bayern München fyrir tveimur árum.vísir/gettyVilanova greindist með krabbamein í hálsi í nóvember 2011 og undir lok leiktíðarinnar 2012-13 var heilsu knattspyrnustjórans farið að hraka. Hann tók sér leyfi frá störfum um mitt tímabil en sneri aftur á bekkinn undir lok mars. Vilanova lét af störfum hjá Barcelona sumarið 2013 og lést svo 25. apríl ári seinna. Hann var 45 ára gamall. Þrátt fyrir veikindi Vilanova komst Barcelona áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar sjötta árið í röð vorið 2013 þar sem liðsins biðu tvær viðureignir við Bayern München sem var á gríðarlegri siglingu. Bayern rúllaði yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum en þrátt fyrir þetta góða gengi var það gefið út í janúar að Guardiola myndi taka við Bayern eftir tímabilið af Jupp Heynckes. Heynckes, sem var að stýra Bayern í þriðja sinn, var ekki sáttur við að vera ýtt til hliðar en kláraði tímabilið á eins glæsilegan hátt og mögulegt er. Bayern tapaði t.a.m. aðeins tveimur stigum í þýsku deildinni eftir áramót, vann 14 leiki í röð og var orðið þýskur meistari í byrjun apríl sem var met. Þá varð Bayern bikarmeistari eftir sigur á Stuttgart. Og í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar sýndu Bæjarar mátt sinn og megin og hreinlega rúlluðu yfir Börsunga.Bæjarar fagna einu af sjö mörkum sínum gegn Barcelona.vísir/gettyBayern vann fyrri leikinn 4-0 á Allianz Arena þar sem Thomas Müller skoraði tvö mörk og Mario Gómez og Arjen Robben sitt markið hvor. Seinni leikurinn á Nývangi var því aðeins formsatriði. Barcelona var aldrei nálægt því að ógna þýsku meisturunum. Staðan var markalaus í leikhléi en í seinni hálfleik skoruðu Bæjarar þrjú mörk; Robben og Müller gerðu sitt markið hvor auk þess sem Gerard Piqué skoraði sjálfsmark. Bayern varð svo Evrópumeistari í fimmta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Dortmund í þýskum úrslitaleik á Wembley, 1-2. Bayern vann því þrennuna svokölluðu; þýsku deildina, bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Barcelona afrekaði það sama fjórum árum fyrr undir stjórn Guardiola sem tók svo við Bayern sumarið 2013. Hann gerði liðið að þýskum meisturum og bikarmeisturum í fyrra og Bæjarar eru þegar búnir að vinna þýsku deildina í ár. En Bayern tapaði fyrir Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra og stefnir á að gera betur í ár. Til þess þarf liðið að komast í gegnum Barcelona, liðið sem Guardiola átti svo stóran þátt í að skapa. Ljóst er að eitthvað þarf undan að láta í rimmu þessara stórvelda.Leikur Barcelona og Bayern München hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Guardiola: Betra fyrir Kehl að halda bara kjafti Spánverjanum fannst ekkert fyndið þegar leikmaður Dortmund gerði grín að slakri vítanýtingu Bayern í bikarleik liðanna í vikunni. 1. maí 2015 19:00 Rexach: Guardiola mun snúa aftur til Barcelona Charly Rexach býst við að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern München, snúi einhvern daginn aftur til Barcelona. 5. maí 2015 16:30 Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Pep Guardiola snýr aftur á Nývang í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðast þegar liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vann Bayern München öruggan 7-0 samanlagðan sigur. Mörkin sjö má sjá í spilaranum hér að ofan. Pep Guardiola er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Barcelona en hann lék með liðinu um langt árabil og var svo knattspyrnustjóri þess á árunum 2008-2012. Barcelona gekk flest í haginn undir hans stjórn og varð m.a. þrisvar sinnum spænskur meistari, tvisvar bikarmeistari auk þess sem liðið vann Meistaradeild Evrópu í tvígang. Guardiola yfirgaf Barcelona eftir tímabilið 2012-13 og tók sér í kjölfarið árs frí frá þjálfun. Vinur hans og fyrrum aðstoðarþjálfari, Tito Vilanova, tók við Barcelona af Guardiola og gerði liðið að Spánarmeisturum á sínu fyrsta og eina tímabili með liðið.Lionel Messi átti erfitt uppdráttar í leikjunum gegn Bayern München fyrir tveimur árum.vísir/gettyVilanova greindist með krabbamein í hálsi í nóvember 2011 og undir lok leiktíðarinnar 2012-13 var heilsu knattspyrnustjórans farið að hraka. Hann tók sér leyfi frá störfum um mitt tímabil en sneri aftur á bekkinn undir lok mars. Vilanova lét af störfum hjá Barcelona sumarið 2013 og lést svo 25. apríl ári seinna. Hann var 45 ára gamall. Þrátt fyrir veikindi Vilanova komst Barcelona áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar sjötta árið í röð vorið 2013 þar sem liðsins biðu tvær viðureignir við Bayern München sem var á gríðarlegri siglingu. Bayern rúllaði yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum en þrátt fyrir þetta góða gengi var það gefið út í janúar að Guardiola myndi taka við Bayern eftir tímabilið af Jupp Heynckes. Heynckes, sem var að stýra Bayern í þriðja sinn, var ekki sáttur við að vera ýtt til hliðar en kláraði tímabilið á eins glæsilegan hátt og mögulegt er. Bayern tapaði t.a.m. aðeins tveimur stigum í þýsku deildinni eftir áramót, vann 14 leiki í röð og var orðið þýskur meistari í byrjun apríl sem var met. Þá varð Bayern bikarmeistari eftir sigur á Stuttgart. Og í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar sýndu Bæjarar mátt sinn og megin og hreinlega rúlluðu yfir Börsunga.Bæjarar fagna einu af sjö mörkum sínum gegn Barcelona.vísir/gettyBayern vann fyrri leikinn 4-0 á Allianz Arena þar sem Thomas Müller skoraði tvö mörk og Mario Gómez og Arjen Robben sitt markið hvor. Seinni leikurinn á Nývangi var því aðeins formsatriði. Barcelona var aldrei nálægt því að ógna þýsku meisturunum. Staðan var markalaus í leikhléi en í seinni hálfleik skoruðu Bæjarar þrjú mörk; Robben og Müller gerðu sitt markið hvor auk þess sem Gerard Piqué skoraði sjálfsmark. Bayern varð svo Evrópumeistari í fimmta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Dortmund í þýskum úrslitaleik á Wembley, 1-2. Bayern vann því þrennuna svokölluðu; þýsku deildina, bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Barcelona afrekaði það sama fjórum árum fyrr undir stjórn Guardiola sem tók svo við Bayern sumarið 2013. Hann gerði liðið að þýskum meisturum og bikarmeisturum í fyrra og Bæjarar eru þegar búnir að vinna þýsku deildina í ár. En Bayern tapaði fyrir Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra og stefnir á að gera betur í ár. Til þess þarf liðið að komast í gegnum Barcelona, liðið sem Guardiola átti svo stóran þátt í að skapa. Ljóst er að eitthvað þarf undan að láta í rimmu þessara stórvelda.Leikur Barcelona og Bayern München hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Guardiola: Betra fyrir Kehl að halda bara kjafti Spánverjanum fannst ekkert fyndið þegar leikmaður Dortmund gerði grín að slakri vítanýtingu Bayern í bikarleik liðanna í vikunni. 1. maí 2015 19:00 Rexach: Guardiola mun snúa aftur til Barcelona Charly Rexach býst við að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern München, snúi einhvern daginn aftur til Barcelona. 5. maí 2015 16:30 Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Guardiola: Betra fyrir Kehl að halda bara kjafti Spánverjanum fannst ekkert fyndið þegar leikmaður Dortmund gerði grín að slakri vítanýtingu Bayern í bikarleik liðanna í vikunni. 1. maí 2015 19:00
Rexach: Guardiola mun snúa aftur til Barcelona Charly Rexach býst við að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern München, snúi einhvern daginn aftur til Barcelona. 5. maí 2015 16:30
Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00