Ekki tryggur meirihluti á bakvið virkjanatillögur formanns atvinnuveganefndar Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 18:30 Umhverfisráðherra mun að öllum líkindum ekki styðja tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um nýja virkjanakosti óbreytta. Tillagan gengur út á að bæta fjórum virkjanakostum við þann eina kost sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagði til að færi í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram þingsályktun fyrir áramót um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk og byggði tillöguna á niðurstöðum verkefnisstjórnar um verndun og nýtingu landssvæða. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til breytingartillögu um fjóra virkjanakosti til viðbótar. Það eru Holta- og Urriðafossvirkjanir í Þjórsá ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Málið kom til síðari umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gerði sitt til að reyna að fá málið tekið út af dagskrá Alþingis í dag en dagskrártillaga hennar var felld. Hins vegar er alveg ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sinn tíma til að ræða þetta á þeim aðeins níu þingfundardögum sem eftir eru á vorþinginu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar „jafn klikkaða og jafn fráleita og ef menn ætluðu sér að virkja Gullfoss.“ Aðrir fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng. „Þessi breytingartillaga er ígildi þess að koma bara með sundurlindisfjandann hérna inn í þingsal. Sýna okkur hann bara. Hún hittir beint inn í kviku einhverra erfiðustu deilumála sem þessi þjóð hefur átt í,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ekki sátt við breytingartillögu atvinnuveganefndar. „Nei ekki að öllu leyti. Ég hef margsinnis sagt það hér á þingi að ég met störf verkefnisstjórnar mjög mikils og vil að hún fái að starfa í friði,“ sagði Sigrún í viðtali við Stöð 2. Hún hefði viljað halda sig við tillögu fyrrverandi ráðherra um Hvammsvirkjun en hún virði rétt þingmanna og nefnda til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. Sjálfri hefði henni ekki þótt óeðlilegt þótt einnig væri lagt til að setja alla þrjá virkjanakostina í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem verkefnastjórn hefði lagt það til á síðasta kjörtímabili. „Ég get ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun. Mér finnst að hún þurfi frekari rannsókna við,“ segir Sigrún. Það sama eigi við um Skrokköldu. „Ég ætla ekki að segja hvernig ég greiði atkvæði. Það mun koma í ljós. Ég er að segja það að mér finnst að Hagavatnsvirkjun þarfnist frekari rannsókna,“ ítrekar umhverfisráðherra þegar hún er spurð um stuðning sinn við tillöguna.Þannig að það má eiginlega draga þá ályktun að þú viljir hana út?„Já, já ef menn vilja draga ályktanir af orðum mínum, þá gerir það hver fyrir sig,“ segir Sigrún. Henni þætti gott ef verkefnisstjórninni yrði gefið ráðrúm til að vinna að virkjana- og verndartillögum í um eitt og hálft ár. „Mikið þætti mér gaman ef það væri þannig skilvinda í gangi að ég fengi þrjá til fimm kosti sem mér ber að vernda og maður setti vinnu í gang og gerði það. Síðan kannski þrjá kosti sem færu áfram í virkjun og síðan biði hitt frekari rannsókna. Þannig hef ég litið á að ramminn eigi að virka,“ segir Sigrún og vísar þar til laga um rammaáætlun um vernd og virkjun svæða. Alþingi Tengdar fréttir Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Umhverfisráðherra mun að öllum líkindum ekki styðja tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um nýja virkjanakosti óbreytta. Tillagan gengur út á að bæta fjórum virkjanakostum við þann eina kost sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagði til að færi í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram þingsályktun fyrir áramót um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk og byggði tillöguna á niðurstöðum verkefnisstjórnar um verndun og nýtingu landssvæða. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til breytingartillögu um fjóra virkjanakosti til viðbótar. Það eru Holta- og Urriðafossvirkjanir í Þjórsá ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Málið kom til síðari umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gerði sitt til að reyna að fá málið tekið út af dagskrá Alþingis í dag en dagskrártillaga hennar var felld. Hins vegar er alveg ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sinn tíma til að ræða þetta á þeim aðeins níu þingfundardögum sem eftir eru á vorþinginu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar „jafn klikkaða og jafn fráleita og ef menn ætluðu sér að virkja Gullfoss.“ Aðrir fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng. „Þessi breytingartillaga er ígildi þess að koma bara með sundurlindisfjandann hérna inn í þingsal. Sýna okkur hann bara. Hún hittir beint inn í kviku einhverra erfiðustu deilumála sem þessi þjóð hefur átt í,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ekki sátt við breytingartillögu atvinnuveganefndar. „Nei ekki að öllu leyti. Ég hef margsinnis sagt það hér á þingi að ég met störf verkefnisstjórnar mjög mikils og vil að hún fái að starfa í friði,“ sagði Sigrún í viðtali við Stöð 2. Hún hefði viljað halda sig við tillögu fyrrverandi ráðherra um Hvammsvirkjun en hún virði rétt þingmanna og nefnda til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. Sjálfri hefði henni ekki þótt óeðlilegt þótt einnig væri lagt til að setja alla þrjá virkjanakostina í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem verkefnastjórn hefði lagt það til á síðasta kjörtímabili. „Ég get ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun. Mér finnst að hún þurfi frekari rannsókna við,“ segir Sigrún. Það sama eigi við um Skrokköldu. „Ég ætla ekki að segja hvernig ég greiði atkvæði. Það mun koma í ljós. Ég er að segja það að mér finnst að Hagavatnsvirkjun þarfnist frekari rannsókna,“ ítrekar umhverfisráðherra þegar hún er spurð um stuðning sinn við tillöguna.Þannig að það má eiginlega draga þá ályktun að þú viljir hana út?„Já, já ef menn vilja draga ályktanir af orðum mínum, þá gerir það hver fyrir sig,“ segir Sigrún. Henni þætti gott ef verkefnisstjórninni yrði gefið ráðrúm til að vinna að virkjana- og verndartillögum í um eitt og hálft ár. „Mikið þætti mér gaman ef það væri þannig skilvinda í gangi að ég fengi þrjá til fimm kosti sem mér ber að vernda og maður setti vinnu í gang og gerði það. Síðan kannski þrjá kosti sem færu áfram í virkjun og síðan biði hitt frekari rannsókna. Þannig hef ég litið á að ramminn eigi að virka,“ segir Sigrún og vísar þar til laga um rammaáætlun um vernd og virkjun svæða.
Alþingi Tengdar fréttir Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04