Opið tækifæri fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna Erna Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2015 12:41 Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar