Pokasjóður styrkir Félag Nepala um 5 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 14:20 Ashu Gurung formaður Félags Nepala á Íslandi, Dammar Gurung gjaldkeri, Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs, Rajendra Bahadur Gurung varaformaður Félags Nepala á Íslandi og Kamala Gurung ritari. Mynd/Rauði Kross Íslands Stjórn Pokasjóðs afhenti neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi fimm milljónir króna við hátíðlega athöfn í húsi Rauða krossins við Efstaleiti 9 í dag. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Ljóst er að hátt í 9000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar árlega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmunganna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, var einhugur innan sjóðsins með að styrkja málefnið. „Við í sjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góðar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung er varaformaður Félags Nepala á Íslandi. Hann segist einstaklega þakklátur með framlag Pokasjóðs. „Félagsmenn hafa unnið ötullega að söfnuninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okkar eigin sálgæslu – það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetanlegur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar- og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Félag Nepala á Íslandi tekur á móti frjálsum framlögum:Reikningur söfnunarinnar er: 0133-15-380330Kennitala: 511012-0820 Þá minnir Rauði krossinn á söfnunarsíma sem enn eru opnir: 904 1500 904 2500 904 5500 Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Stjórn Pokasjóðs afhenti neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi fimm milljónir króna við hátíðlega athöfn í húsi Rauða krossins við Efstaleiti 9 í dag. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Ljóst er að hátt í 9000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar árlega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmunganna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, var einhugur innan sjóðsins með að styrkja málefnið. „Við í sjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góðar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung er varaformaður Félags Nepala á Íslandi. Hann segist einstaklega þakklátur með framlag Pokasjóðs. „Félagsmenn hafa unnið ötullega að söfnuninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okkar eigin sálgæslu – það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetanlegur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar- og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Félag Nepala á Íslandi tekur á móti frjálsum framlögum:Reikningur söfnunarinnar er: 0133-15-380330Kennitala: 511012-0820 Þá minnir Rauði krossinn á söfnunarsíma sem enn eru opnir: 904 1500 904 2500 904 5500
Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira