Nauðgun á Ísafirði: Þarf að sitja inni í þrjá mánuði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 17:31 Hæstiréttur var fjölskipaður í málinu vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóm Vestfjarða um að 21 árs karlmaður, Alexander Theódórsson, skuli sæta tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér ölvun og svefndrunga stúlku til að hafa við hana samræði. Fullnustu 21 mánaðar af refsingunni skal frestað og fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Að auki var honum gert að greiða stúlkunni 800.000 krónur í bætur og standa straum af öllum sakarkostnaði málsins. Atvikið átti sér stað að nóttu til en brotaþoli og dæmdi voru gestir á rokkhátðiðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í apríl 2012. Maðurinn var á nítjánda aldursári. Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar. Brotaþoli man óljóst eftir atvikum sökum ölvunar en segir að henni hafi verið fylgt heim. Þar hafi hún kastað upp en síðan farið að sofa. Hún vaknaði við að maðurinn var kominn til hennar en man ekki eftir að hafa sofið hjá honum. Hins vegar hafi hún fundið það greinilega á kynfærum sínum að samfarir hafi átt sér stað. Einnig mundi hún eftir því að hafa rumskað við sér og séð Alexander standa við hurðina inn í herbergið, þar sem glæpurinn átti sér stað, og klæða sig þar í föt. Vitni, E, segir að um morgunin hafi hún ætlað að líta inn í herbergið þar sem Alexander og brotaþoli sváfu. Hurðinni inn í herbergið hafi þá verið haldið lokaðri og greinilegt var að einhver var að klæða sig. Þegar hún komst inn í herbergið sá hún brotaþola liggja upp í rúmi nakinn að neðan. Þurfti E að slá hana utanundir til að vekja hana og sagði hún E hvað hafði átt sér stað.„Hún var aldrei brennivínsdauð“ „Hún var bara svo full að hún, þú veist hún var mjög full. Var samt vakandi sko,“ sagði Alexander meðal annars við yfirheyrslur hjá lögreglu. Síðan sagði hann: „Þetta var bara eitthvað í nokkrar mínútur eða eitthvað. Ég man það ekki. Og svo þarna svo hætti ég bara út af hún var, ég sá bara, fattaði bara hvað hún var full.“ Fyrir dómi bætti hann við að hann hefði haldið að hún hafi verið „alveg ókey með þetta en síðan ætlaði hún að kæra mig, mér fannst það bara mjög skrýtið. Og eins og ég hef sagt áðan, þá var hún aldrei brennivínsdauð...“Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, kemur fram að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að brotaþoli hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með Alexander og jafnframt að Alexander hafi mátt það vera ljóst. Framburður vitna og brotaþola fyrir lögreglu og dómi hafi verið sá sami meðan Alexander hafi verið tvísaga í framburði sínum. Héraðsdómurinn var kveðinn upp síðla í nóvember síðasta árs. Í apríl 2012 hafði Alexander verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað en refsingu frestað héldi hann skilorð í tvö ár. Í janúar 2013 gerðist hann sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og var svipur ökuréttindum í júlí sama ár. Í október var hann tekinn fyrir þjófnað á nýjan leik og í júlí í var hann tekinn fyrir of hraðan akstur án þess að vera með ökuleyfi. Voru framangreind brot metin honum til refsiþyngingar í máli þessu en ungur aldur var metinn til refsimildingar. Rannsókn málsins hófst í kjölfar brotsins en var hætt í maí 2013. Sú ákvörðun var felld úr gildi í júlí sama ár. Rúmlega tvö ár liðu frá því að rannsókn hófst þar til að ákæra var gefin út. Varð þessi dráttur á málarekstri til þess að 21 mánuður af 24 mánaða refsingu er skilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15. desember 2014 11:28 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóm Vestfjarða um að 21 árs karlmaður, Alexander Theódórsson, skuli sæta tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér ölvun og svefndrunga stúlku til að hafa við hana samræði. Fullnustu 21 mánaðar af refsingunni skal frestað og fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Að auki var honum gert að greiða stúlkunni 800.000 krónur í bætur og standa straum af öllum sakarkostnaði málsins. Atvikið átti sér stað að nóttu til en brotaþoli og dæmdi voru gestir á rokkhátðiðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í apríl 2012. Maðurinn var á nítjánda aldursári. Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar. Brotaþoli man óljóst eftir atvikum sökum ölvunar en segir að henni hafi verið fylgt heim. Þar hafi hún kastað upp en síðan farið að sofa. Hún vaknaði við að maðurinn var kominn til hennar en man ekki eftir að hafa sofið hjá honum. Hins vegar hafi hún fundið það greinilega á kynfærum sínum að samfarir hafi átt sér stað. Einnig mundi hún eftir því að hafa rumskað við sér og séð Alexander standa við hurðina inn í herbergið, þar sem glæpurinn átti sér stað, og klæða sig þar í föt. Vitni, E, segir að um morgunin hafi hún ætlað að líta inn í herbergið þar sem Alexander og brotaþoli sváfu. Hurðinni inn í herbergið hafi þá verið haldið lokaðri og greinilegt var að einhver var að klæða sig. Þegar hún komst inn í herbergið sá hún brotaþola liggja upp í rúmi nakinn að neðan. Þurfti E að slá hana utanundir til að vekja hana og sagði hún E hvað hafði átt sér stað.„Hún var aldrei brennivínsdauð“ „Hún var bara svo full að hún, þú veist hún var mjög full. Var samt vakandi sko,“ sagði Alexander meðal annars við yfirheyrslur hjá lögreglu. Síðan sagði hann: „Þetta var bara eitthvað í nokkrar mínútur eða eitthvað. Ég man það ekki. Og svo þarna svo hætti ég bara út af hún var, ég sá bara, fattaði bara hvað hún var full.“ Fyrir dómi bætti hann við að hann hefði haldið að hún hafi verið „alveg ókey með þetta en síðan ætlaði hún að kæra mig, mér fannst það bara mjög skrýtið. Og eins og ég hef sagt áðan, þá var hún aldrei brennivínsdauð...“Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, kemur fram að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að brotaþoli hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með Alexander og jafnframt að Alexander hafi mátt það vera ljóst. Framburður vitna og brotaþola fyrir lögreglu og dómi hafi verið sá sami meðan Alexander hafi verið tvísaga í framburði sínum. Héraðsdómurinn var kveðinn upp síðla í nóvember síðasta árs. Í apríl 2012 hafði Alexander verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað en refsingu frestað héldi hann skilorð í tvö ár. Í janúar 2013 gerðist hann sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og var svipur ökuréttindum í júlí sama ár. Í október var hann tekinn fyrir þjófnað á nýjan leik og í júlí í var hann tekinn fyrir of hraðan akstur án þess að vera með ökuleyfi. Voru framangreind brot metin honum til refsiþyngingar í máli þessu en ungur aldur var metinn til refsimildingar. Rannsókn málsins hófst í kjölfar brotsins en var hætt í maí 2013. Sú ákvörðun var felld úr gildi í júlí sama ár. Rúmlega tvö ár liðu frá því að rannsókn hófst þar til að ákæra var gefin út. Varð þessi dráttur á málarekstri til þess að 21 mánuður af 24 mánaða refsingu er skilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15. desember 2014 11:28 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15. desember 2014 11:28