Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Ráðherrarnir sem um ræðir. Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17
Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00