Segir línuveiðar pyntingar á fiskum Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2015 13:51 Árni Stefán við pyntingartólin; þessum önglum er ætlað í kjaft fiskanna þar sem þeir mega svo engjast. Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira