Segir línuveiðar pyntingar á fiskum Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2015 13:51 Árni Stefán við pyntingartólin; þessum önglum er ætlað í kjaft fiskanna þar sem þeir mega svo engjast. Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum