Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2015 11:25 Guðríður Bjargey Helgadóttir varð 94 ára í mars. Mynd/Berglind Þorsteinsdóttir „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum,“ segir Guðríður B. Helgadóttir íbúi á Sauðárkróki. Er henni heitt í hamsi vegna fyrirhugaðra áætlana að reisa álver á Skagaströnd. Fram hefur komið í fréttum að til standi að byggja 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Gert er ráð fyrir um 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Hafursstaðir eru skammt sunnan Skagastrandar og verða bæði Sauðárkrókur og Blönduós innan atvinnusvæðisins að því er kom fram í fréttatilkynningu. Guðríði líst ekkert á að fá álver á svæðið. Hún segir í pistli á Feyki ekki hafa trúað því að Blönduósingar væru fylgjandi þessari hugmynd þegar hún heyrði af fyrirhuguðu álveri á Skagaströnd. Þetta gæti ekki verið satt.Svikin loforð og glópagull„En svo fylltist hugur minn sorg og ég hugsaði, „Gjör eigi þann óvinafagnað.“ Hafandi upplifað deilurnar og mannorðs morðin í þeirri orrahríð, sem stóð hér um sveitir í aðdraganda að Blönduvirkjun. Væntingarnar, svikin loforð, glópagullið, sokkið land og svívirta heimabyggð.“ Blönduvirkjun var tekin í notkun árið 1991 en fyrstu hugmyndir um hana komu upp árið 1950. Um er að ræða vatnsaflsvirkjun í jökulánni Blöndu.Sjá einnig:Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á GrundartangaLýsir Guðríður fyrirhuguðu álveri sem gjöf til álrisa úti í heimi og meðgjöf í formi ívilnana á kostnað landsmanna. Þá reiknar hún með stigahækkandi rafmagnskostnaði á landsbyggðinni. „Hvað varð um rafmagnið sem sumir væntu þá að fá ókeypis fyrir línulögn um landareignir og þægð? Hvar eru framfarirnar, sem fylgja áttu í kjölfar Blönduvirkjunar á þeim tíma uppgangs og atvinnu? Og nú ætlar þetta sama lið að bjarga sér út úr kröggum með því að BIÐJA KÍNVERJA um þá ölmusu að koma nú með álver og setja það niður á Hafurstöðum á Skagaströnd, þar sem það gæti þjónað bæði Skagfirðingum og Húnvetningum. Því Bægifætur norðan Þverárfjalls hafa heitið stuðningi sínum og virkjunarkostum við túnfótinn sinn í Héraðsvötnum og dölum fram.“Fyrirhugað álver á Hafurstöðum.Önnur Sturlungaöld Virðist Guðríður eiga von á ósætti sem líkja megi við aðra Sturlungaöld innan héraðsins. Minnir hún á erlenda listamenn sem sótt hafi svæðið heim en muni nú væntanlega finna sér annan samastað til skrifta og innblásturs. „Hvað um það þó útlendu listamennirnir sem koma til að dvelja tíma og tíma í kyrrðinni á Skagaströnd, komi nú fýluferð og flýi annað. Þeir gátu víst skilið eftir einhverjar vel þegnar krónur og farið út með góða landkynningu, en hvað um það. Og á Blönduósi kæra menn sig víst ekkert um listamenn. A.m.k. hröktu þeir í burtu útskurðarlistamanninn sem gert hafði áður garðinn frægan með listaverkum í húsakinnum þjónustuvera við Geysi og víðar. Þó gömlu brunarústirnar hér nyrðra, sem hann gerði upp og að safni handgerðra listaverka á hurðum og innréttingum, þá horfðu menn lokuðum huga fram hjá því, en sáu ofsjónum yfir lóðarskika sem lögum samkvæmt fylgdi þó þessu húsi og listamanninn langaði til að reisa á sína skúlptúra, en fékk ekki. Svo úr urðu níðstangir, reistar staðnum til hneisu. Og nú ætla þeir að reisa sjálfum sér níðstöng við Hafurstaði!“ Segir hún greinilegt að þetta sama „landslið“ ætli að að fórna friði og framtíð fyrir álverið, á altari Mammons. Ekki sé hægt að afsaka þá eða fyrirgefa því þeir viti vel hvað þeir séu að gera. Hins vegar hafi þeir verið kjörnir af fólkinu fyrir að vera í forsvari fyrir sínar heimabyggðir og bera ábyrgð gagnvart því.Vaknið svefnpurrkur! „Ætlar fólkið að fljóta svo sofandi að feigðarósi að það láti slíkt yfir sig ganga án þess að rumska. Hvað um ört vaxandi ferðaþjónustu í Skagafirði, ónotaða möguleika í stóriðjuylrækt við heitar uppsprettur víða á þessu svæði, ónotan flugvöll, sem liggur best við til lendingar af öllum stöðum á landinu vegna legu og veðurskilyrða. Sem millilandaflugvöllur gæti hann best þjónað þegar á reynir og einnig tekið við beinum útflutningi á ferskum afurðum landbúnaðar og ylræktar, sem þessi héruð Húnavatns og Skagafjarðar eru kjörin til framleiðslu á. Fegurð þeirra, menningin, skólarnir, landið og miðin, allt lagt upp í hendurnar á fólki sem opin bók. Og það sér ekkert nema álver?!“ Segist Guðríður ekki ætla að trúa því að svo verði fyrr en hún taki á því. Svo marga þekki hún sem láti slíkt ekki yfir sig ganga. Vonar hún að hugur hennar verði aldrei svo vankaður að hann samþykki slíkt glapræði sem hér sé á ferð. „Enn á ég eftir nóga orku til að hrópa og hrópa hátt: VAKNIÐ SVEFNPURKUR! VAKNIÐ OG SJÁIÐ SÓLINA SKÍNA!“Pistilinn í heild má lesa á Feyki. Skagabyggð Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum,“ segir Guðríður B. Helgadóttir íbúi á Sauðárkróki. Er henni heitt í hamsi vegna fyrirhugaðra áætlana að reisa álver á Skagaströnd. Fram hefur komið í fréttum að til standi að byggja 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Gert er ráð fyrir um 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Hafursstaðir eru skammt sunnan Skagastrandar og verða bæði Sauðárkrókur og Blönduós innan atvinnusvæðisins að því er kom fram í fréttatilkynningu. Guðríði líst ekkert á að fá álver á svæðið. Hún segir í pistli á Feyki ekki hafa trúað því að Blönduósingar væru fylgjandi þessari hugmynd þegar hún heyrði af fyrirhuguðu álveri á Skagaströnd. Þetta gæti ekki verið satt.Svikin loforð og glópagull„En svo fylltist hugur minn sorg og ég hugsaði, „Gjör eigi þann óvinafagnað.“ Hafandi upplifað deilurnar og mannorðs morðin í þeirri orrahríð, sem stóð hér um sveitir í aðdraganda að Blönduvirkjun. Væntingarnar, svikin loforð, glópagullið, sokkið land og svívirta heimabyggð.“ Blönduvirkjun var tekin í notkun árið 1991 en fyrstu hugmyndir um hana komu upp árið 1950. Um er að ræða vatnsaflsvirkjun í jökulánni Blöndu.Sjá einnig:Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á GrundartangaLýsir Guðríður fyrirhuguðu álveri sem gjöf til álrisa úti í heimi og meðgjöf í formi ívilnana á kostnað landsmanna. Þá reiknar hún með stigahækkandi rafmagnskostnaði á landsbyggðinni. „Hvað varð um rafmagnið sem sumir væntu þá að fá ókeypis fyrir línulögn um landareignir og þægð? Hvar eru framfarirnar, sem fylgja áttu í kjölfar Blönduvirkjunar á þeim tíma uppgangs og atvinnu? Og nú ætlar þetta sama lið að bjarga sér út úr kröggum með því að BIÐJA KÍNVERJA um þá ölmusu að koma nú með álver og setja það niður á Hafurstöðum á Skagaströnd, þar sem það gæti þjónað bæði Skagfirðingum og Húnvetningum. Því Bægifætur norðan Þverárfjalls hafa heitið stuðningi sínum og virkjunarkostum við túnfótinn sinn í Héraðsvötnum og dölum fram.“Fyrirhugað álver á Hafurstöðum.Önnur Sturlungaöld Virðist Guðríður eiga von á ósætti sem líkja megi við aðra Sturlungaöld innan héraðsins. Minnir hún á erlenda listamenn sem sótt hafi svæðið heim en muni nú væntanlega finna sér annan samastað til skrifta og innblásturs. „Hvað um það þó útlendu listamennirnir sem koma til að dvelja tíma og tíma í kyrrðinni á Skagaströnd, komi nú fýluferð og flýi annað. Þeir gátu víst skilið eftir einhverjar vel þegnar krónur og farið út með góða landkynningu, en hvað um það. Og á Blönduósi kæra menn sig víst ekkert um listamenn. A.m.k. hröktu þeir í burtu útskurðarlistamanninn sem gert hafði áður garðinn frægan með listaverkum í húsakinnum þjónustuvera við Geysi og víðar. Þó gömlu brunarústirnar hér nyrðra, sem hann gerði upp og að safni handgerðra listaverka á hurðum og innréttingum, þá horfðu menn lokuðum huga fram hjá því, en sáu ofsjónum yfir lóðarskika sem lögum samkvæmt fylgdi þó þessu húsi og listamanninn langaði til að reisa á sína skúlptúra, en fékk ekki. Svo úr urðu níðstangir, reistar staðnum til hneisu. Og nú ætla þeir að reisa sjálfum sér níðstöng við Hafurstaði!“ Segir hún greinilegt að þetta sama „landslið“ ætli að að fórna friði og framtíð fyrir álverið, á altari Mammons. Ekki sé hægt að afsaka þá eða fyrirgefa því þeir viti vel hvað þeir séu að gera. Hins vegar hafi þeir verið kjörnir af fólkinu fyrir að vera í forsvari fyrir sínar heimabyggðir og bera ábyrgð gagnvart því.Vaknið svefnpurrkur! „Ætlar fólkið að fljóta svo sofandi að feigðarósi að það láti slíkt yfir sig ganga án þess að rumska. Hvað um ört vaxandi ferðaþjónustu í Skagafirði, ónotaða möguleika í stóriðjuylrækt við heitar uppsprettur víða á þessu svæði, ónotan flugvöll, sem liggur best við til lendingar af öllum stöðum á landinu vegna legu og veðurskilyrða. Sem millilandaflugvöllur gæti hann best þjónað þegar á reynir og einnig tekið við beinum útflutningi á ferskum afurðum landbúnaðar og ylræktar, sem þessi héruð Húnavatns og Skagafjarðar eru kjörin til framleiðslu á. Fegurð þeirra, menningin, skólarnir, landið og miðin, allt lagt upp í hendurnar á fólki sem opin bók. Og það sér ekkert nema álver?!“ Segist Guðríður ekki ætla að trúa því að svo verði fyrr en hún taki á því. Svo marga þekki hún sem láti slíkt ekki yfir sig ganga. Vonar hún að hugur hennar verði aldrei svo vankaður að hann samþykki slíkt glapræði sem hér sé á ferð. „Enn á ég eftir nóga orku til að hrópa og hrópa hátt: VAKNIÐ SVEFNPURKUR! VAKNIÐ OG SJÁIÐ SÓLINA SKÍNA!“Pistilinn í heild má lesa á Feyki.
Skagabyggð Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04
Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag 3. júlí 2015 07:00