Upprifjun: Hornspyrnur KR-inga voru banabiti Blika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 14:15 KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45
Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti