Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 12:28 Glenn lék seinni hálfleikinn í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00
Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23