Hermann: Héldum að við værum betri en við erum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. júlí 2015 22:19 Vísir/Valli „Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap fyrir Fjölni í kvöld. Fylkir hafði fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Hermanns en fékk á baukinn á heimavelli í kvöld. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
„Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap fyrir Fjölni í kvöld. Fylkir hafði fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Hermanns en fékk á baukinn á heimavelli í kvöld. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti