Helgi Sig og Serbi verða aðstoðarmenn Milosar í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 15:15 Helgi Sigurðsson kom aftur til Víkings 2010 og spilaði með liðinu til 2012. vísir/pjetur Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira