Daily Record stráir salti í sár Stjörnunnar með háði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2015 10:30 Vísir/Getty „Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
„Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30
Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14