Ásmundur stýrir ÍBV út leiktíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 16:48 Ásmundur Arnarsson við undirskrifftina í Eyjum í dag. mynd/íbv Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Ásmundur Arnarsson verið ráðinn þjálfari ÍBV, en þetta staðfestir félagið í fréttatilkynningu. Ásmundur stýrir Eyjaliðinu út leiktíðina í stað Jóhannesar Harðarsonar sem verður í leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum það sem eftir lifir sumar. Ásmundur var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum vegna dapurs gengis liðsins, en honum er nú ætlað að bjarga Eyjamönnum frá falli. ÍBV er með ellefu stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, en það vann Fjölni, 4-0, í síðustu umferð.Fréttatilkynning ÍBV: „Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. Það starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Ásmundur Arnarsson verið ráðinn þjálfari ÍBV, en þetta staðfestir félagið í fréttatilkynningu. Ásmundur stýrir Eyjaliðinu út leiktíðina í stað Jóhannesar Harðarsonar sem verður í leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum það sem eftir lifir sumar. Ásmundur var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum vegna dapurs gengis liðsins, en honum er nú ætlað að bjarga Eyjamönnum frá falli. ÍBV er með ellefu stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, en það vann Fjölni, 4-0, í síðustu umferð.Fréttatilkynning ÍBV: „Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. Það starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti