Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2015 14:30 Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. vísir/valli „Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki?
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30
Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10
Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04
Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05