Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2015 11:15 Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira