Byggingarkostnaður 170 milljónum hærri en fasteignamat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 13:17 MYND/VÍSIR Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira