Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 2-3 | Þriðji sigur FH í röð Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 10. ágúst 2015 14:29 Atli Viðar er óstöðvandi. Vísir/daníel Atli Viðar Björnsson skorar þegar hann fær að spila, svo einfalt er það. Dalvíkingurinn var í byrjunarliði FH annan leikinn í röð þegar Hafnfirðingar sóttu ÍA heim í 15. umferð Pepsi-deildarinnar og hann þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum í 2-3 sigri FH sem er enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Atli er nú kominn með sex mörk í deildinni og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður hennar. FH-ingar voru sterkari aðilinn bróðurpart leiksins en Skagamenn sýndu mikinn styrk að koma sér aftur inn í leikinn í stöðunni 1-3 og voru nálægt því að krækja í stig. Þetta var aðeins annað tap ÍA í síðustu níu leikjum en liðið er í 9. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum frá fallsæti. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru meira og minna með boltann. Báðir bakverðirnir, Jonathan Hendrickx og Böðvar Böðvarsson, voru mjög áberandi í sóknarleiknum og FH-ingar voru hættulegir án þess þó að skapa sér mörg færi. Skagamenn komust yfir strax á 4. mínútu þegar Arnar Már Guðjónsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Ásgeirs Marteinssonar. Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, leit ekki vel út en hann kom út úr markinu og náði ekki til boltans. Eftir markið tóku FH-ingar leikinn yfir og á 10. mínútu skallaði Emil Pálsson boltann í stöngina eftir fyrirgjöf Hendrickx. FH gekk best að skapa sér færi þegar þeir fengu hlaup af miðjunni inn á teiginn og Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk sæmilegt færi á 22. mínútu eftir nákvæmlega svona hlaup en skalli Eyjamannsins fór framhjá. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Atli Viðar Björnsson metin með sínu þriðja marki í síðustu þremur leikjum. Þórður Þorsteinn Þórðarson gerði þá sig sekan um slæm mistök og tapaði boltanum á hættulegum stað. Þórarinn Ingi var fljótur að koma boltanum á Atla Guðnason sem sendi boltann þvert fyrir markið á nafna sinn sem skoraði af öryggi. Þótt FH-ingar hafi verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eru Skagamenn eflaust ósáttir með markið sem var hálfgerð gjöf. Þeim gekk sjálfum bölvanlega að halda boltanum í fyrri hálfleik en þeir náðu í mesta lagi tveimur sendingum manna á milli áður en boltinn tapaðist. Það var helst að Ásgeir Marteinsson kæmist eitthvað áleiðis en hann átti nokkra ágætis spretti auk þess að leggja upp markið. FH-ingar komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik; spiluðu af miklum krafti og voru markvissari í sínum sóknarleik. Það skilaði marki strax eftir fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik. Þar var að verki Emil með skalla eftir fyrirgjöf Þórarins og skalla Jérémys Serwy þvert fyrir markið. Fjórða deildarmark Emils í sumar og það þriðja fyrir FH en hann hefur spilað einstaklega vel síðan hann var kallaður úr láni frá Fjölni þar sem hann stóð einnig fyrir sínu. Á 53. mínútu bætti Atli Viðar þriðja markinu við með skalla eftir fyrirgjöf Serwys sem er alltaf að spila betur og betur fyrir FH og skilaði tveimur stoðsendingum í kvöld. FH-ingar höfðu heljartak á leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þeir gerðu það hins vegar ekki og það var nálægt því að koma þeim í koll því jafnt og þétt unnu Skagamenn sig inn í leikinn, og enginn meir en Garðar Gunnlaugsson sem hafði lítið sést í leiknum fram að því. Framherjinn átti nokkrar góðar tilraunir áður en hann minnkaði muninn í 2-3 á 81. mínútu þegar hann böðlaðist í gegnum FH-vörnina og skoraði eftir aukaspyrnu Árna Snæs Ólafssonar, markvarðar ÍA. Heimamenn héldu áfram að dæla boltanum inn á teiginn og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum með að verjast þessum löngu sendingum. Í fyrra hefði Kassim Doumbia ráðið næsta auðveldlega við þessar sendingar en hann er ekki sami varnarmaður í ár og virkaði óöruggur á köflum í kvöld. Eftir eina langa sendingu sem FH-ingar réðu ekki við datt boltinn fyrir varamanninn Jón Vilhelm Ákason sem átti fínt skot sem small í stönginni. Skömmu síðar fékk annar varamaður, Marko Andelkovic, að líta rauða spjaldið hjá Garðari Erni Hinrikssyni, dómara leiksins. Skagamenn héldu áfram að reyna allt til loka en FH-ingar héldu út og fögnuðu mikilvægum sigri.Gunnlaugur: Andelkovic missti hausinn Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var svekktur með tapið fyrir FH í kvöld en sagði jafnframt að sínir menn gætu verið stoltir af frammistöðunni gegn toppliði Pepsi-deildarinnar. "Við sýndum gríðarlegan karakter að gera harða atlögu að því að jafna þennan leik og vorum ansi nálægt því," sagði Gunnlaugur en Garðar Gunnlaugsson minnkaði muninn í 2-3 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. "Garðar átti svo sannarlega skilið að skora. Hann var frábær undir lok leiksins og við gerðum harða atlögu að þeim. Það hefði verið sætt að nýta eitthvað af þessum upphlaupum," bætti Gunnlaugur við en á hann einhverjar skýringar á slæmri byrjun ÍA í seinni hálfleik, þar sem FH-ingar gerðu tvö mörk og komust í 1-3? "Þetta var værukærð. Við vorum ekki nógu klókir og einbeittir og komum boltanum ekki í burtu. Þeir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk en þá loksins spýttum við í lófana og gerðum þetta að leik." Staðan var 1-1 í hálfleik. Arnar Már Guðjónsson kom ÍA yfir á 4. mínútu en 20 mínútum síðar jafnaði Atli Viðar Björnsson metin eftir slæm mistök Þórðar Þorsteins Þórðarsonar, hægri bakvarðar ÍA. "Það er ansi dýrt að gefa mörk gegn toppliði FH og koma þeim í raun inn í leikinn. Þórði verða þarna á slæm mistök, hann var værukær og missti boltann og þeir bruna upp og skora," sagði Gunnlaugur sem sér stóran mun á sínu liði frá því það tapaði 4-1 fyrir FH í fyrri umferðinni. "Þetta er allt annað lið núna en var í byrjun móts. Við sýndum mikinn karakter í erfiðri stöðu gegn mjög góðu liði í kvöld. Og við fundum hvernig þeir gáfu eftir. Við vörðumst vel og settum boltann langt sem hentaði ágætlega gegn þeim en því miður kom þriðja markið ekki," sagði Gunnlaugur. Marko Andelkovic kom inn á sem varamaður hjá ÍA á 86. mínútu og sex mínútum seinna var hann rekinn af velli. "Ég held að hann hafi verið mjög ósáttur með að dómarinn skyldi flauta þegar hann var með boltann og hreinlega misst hausinn," sagði Gunnlaugur en er þetta ekki óásættanlegð hegðun hjá atvinnumanni? "Já, að sjálfsögðu," sagði Gunnlaugur að lokum.Heimir: Lentum í vandræðum með þá undir lokin Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu gert leikinn gegn ÍA í kvöld óþarflega spennandi undir lokin. "Jú, það var það. Við komum sterkir inn í seinni hálfleik og skoruðum tvö góð mörk og það voru forsendur til að gera betur. En við hættum að gera það sem hafði virkað vel hjá okkur þegar leið á leikinn," sagði Heimir. "Þeir komu með vörnina sína hátt á völlinn og við vorum kannski ekki nógu klókir í hlaupunum. En Skagaliðið er gott og við lentum í þvílíku veseni með þá undir lokin, og þá sérstaklega Garðar Gunnlaugs. Hann var gríðarlega öflugur eftir því sem leið á leikinn." FH komst í 1-3 með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og hafði góð tök á leiknum. Heimir var ánægður með það sem hann sá til FH-liðsins á þessum kafla. "Við náðum góðum spilköflum og ég get alveg tekið undir það að þetta var með því betra sem við höfum sýnt í sumar," sagði Heimir sem þurfti að breyta liði sínu í kvöld þar sem Bjarni Þór Viðarsson var í leikbanni. En hvernig fannst honum það ganga að fylla hans skarð? "Við vorum með Atla Guðna í holunni og það gekk ágætlega. En þegar leið á leikinn vorum við í vandræðum með löngu boltana hjá þeim og það hefði verið fínt að hafa Bjarna þá." FH hefur unnið þrjá leiki í röð og Heimir sér framfarir hjá sínu liði. "Já, mér finnst við vera að bæta okkur hægt og bítandi. Nú er vika í næsta leik og við þurfum að æfa vel og vera klárir gegn Stjörnunni á mánudaginn," sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Atli Viðar Björnsson skorar þegar hann fær að spila, svo einfalt er það. Dalvíkingurinn var í byrjunarliði FH annan leikinn í röð þegar Hafnfirðingar sóttu ÍA heim í 15. umferð Pepsi-deildarinnar og hann þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum í 2-3 sigri FH sem er enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Atli er nú kominn með sex mörk í deildinni og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður hennar. FH-ingar voru sterkari aðilinn bróðurpart leiksins en Skagamenn sýndu mikinn styrk að koma sér aftur inn í leikinn í stöðunni 1-3 og voru nálægt því að krækja í stig. Þetta var aðeins annað tap ÍA í síðustu níu leikjum en liðið er í 9. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum frá fallsæti. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru meira og minna með boltann. Báðir bakverðirnir, Jonathan Hendrickx og Böðvar Böðvarsson, voru mjög áberandi í sóknarleiknum og FH-ingar voru hættulegir án þess þó að skapa sér mörg færi. Skagamenn komust yfir strax á 4. mínútu þegar Arnar Már Guðjónsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Ásgeirs Marteinssonar. Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, leit ekki vel út en hann kom út úr markinu og náði ekki til boltans. Eftir markið tóku FH-ingar leikinn yfir og á 10. mínútu skallaði Emil Pálsson boltann í stöngina eftir fyrirgjöf Hendrickx. FH gekk best að skapa sér færi þegar þeir fengu hlaup af miðjunni inn á teiginn og Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk sæmilegt færi á 22. mínútu eftir nákvæmlega svona hlaup en skalli Eyjamannsins fór framhjá. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Atli Viðar Björnsson metin með sínu þriðja marki í síðustu þremur leikjum. Þórður Þorsteinn Þórðarson gerði þá sig sekan um slæm mistök og tapaði boltanum á hættulegum stað. Þórarinn Ingi var fljótur að koma boltanum á Atla Guðnason sem sendi boltann þvert fyrir markið á nafna sinn sem skoraði af öryggi. Þótt FH-ingar hafi verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eru Skagamenn eflaust ósáttir með markið sem var hálfgerð gjöf. Þeim gekk sjálfum bölvanlega að halda boltanum í fyrri hálfleik en þeir náðu í mesta lagi tveimur sendingum manna á milli áður en boltinn tapaðist. Það var helst að Ásgeir Marteinsson kæmist eitthvað áleiðis en hann átti nokkra ágætis spretti auk þess að leggja upp markið. FH-ingar komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik; spiluðu af miklum krafti og voru markvissari í sínum sóknarleik. Það skilaði marki strax eftir fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik. Þar var að verki Emil með skalla eftir fyrirgjöf Þórarins og skalla Jérémys Serwy þvert fyrir markið. Fjórða deildarmark Emils í sumar og það þriðja fyrir FH en hann hefur spilað einstaklega vel síðan hann var kallaður úr láni frá Fjölni þar sem hann stóð einnig fyrir sínu. Á 53. mínútu bætti Atli Viðar þriðja markinu við með skalla eftir fyrirgjöf Serwys sem er alltaf að spila betur og betur fyrir FH og skilaði tveimur stoðsendingum í kvöld. FH-ingar höfðu heljartak á leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þeir gerðu það hins vegar ekki og það var nálægt því að koma þeim í koll því jafnt og þétt unnu Skagamenn sig inn í leikinn, og enginn meir en Garðar Gunnlaugsson sem hafði lítið sést í leiknum fram að því. Framherjinn átti nokkrar góðar tilraunir áður en hann minnkaði muninn í 2-3 á 81. mínútu þegar hann böðlaðist í gegnum FH-vörnina og skoraði eftir aukaspyrnu Árna Snæs Ólafssonar, markvarðar ÍA. Heimamenn héldu áfram að dæla boltanum inn á teiginn og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum með að verjast þessum löngu sendingum. Í fyrra hefði Kassim Doumbia ráðið næsta auðveldlega við þessar sendingar en hann er ekki sami varnarmaður í ár og virkaði óöruggur á köflum í kvöld. Eftir eina langa sendingu sem FH-ingar réðu ekki við datt boltinn fyrir varamanninn Jón Vilhelm Ákason sem átti fínt skot sem small í stönginni. Skömmu síðar fékk annar varamaður, Marko Andelkovic, að líta rauða spjaldið hjá Garðari Erni Hinrikssyni, dómara leiksins. Skagamenn héldu áfram að reyna allt til loka en FH-ingar héldu út og fögnuðu mikilvægum sigri.Gunnlaugur: Andelkovic missti hausinn Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var svekktur með tapið fyrir FH í kvöld en sagði jafnframt að sínir menn gætu verið stoltir af frammistöðunni gegn toppliði Pepsi-deildarinnar. "Við sýndum gríðarlegan karakter að gera harða atlögu að því að jafna þennan leik og vorum ansi nálægt því," sagði Gunnlaugur en Garðar Gunnlaugsson minnkaði muninn í 2-3 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. "Garðar átti svo sannarlega skilið að skora. Hann var frábær undir lok leiksins og við gerðum harða atlögu að þeim. Það hefði verið sætt að nýta eitthvað af þessum upphlaupum," bætti Gunnlaugur við en á hann einhverjar skýringar á slæmri byrjun ÍA í seinni hálfleik, þar sem FH-ingar gerðu tvö mörk og komust í 1-3? "Þetta var værukærð. Við vorum ekki nógu klókir og einbeittir og komum boltanum ekki í burtu. Þeir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk en þá loksins spýttum við í lófana og gerðum þetta að leik." Staðan var 1-1 í hálfleik. Arnar Már Guðjónsson kom ÍA yfir á 4. mínútu en 20 mínútum síðar jafnaði Atli Viðar Björnsson metin eftir slæm mistök Þórðar Þorsteins Þórðarsonar, hægri bakvarðar ÍA. "Það er ansi dýrt að gefa mörk gegn toppliði FH og koma þeim í raun inn í leikinn. Þórði verða þarna á slæm mistök, hann var værukær og missti boltann og þeir bruna upp og skora," sagði Gunnlaugur sem sér stóran mun á sínu liði frá því það tapaði 4-1 fyrir FH í fyrri umferðinni. "Þetta er allt annað lið núna en var í byrjun móts. Við sýndum mikinn karakter í erfiðri stöðu gegn mjög góðu liði í kvöld. Og við fundum hvernig þeir gáfu eftir. Við vörðumst vel og settum boltann langt sem hentaði ágætlega gegn þeim en því miður kom þriðja markið ekki," sagði Gunnlaugur. Marko Andelkovic kom inn á sem varamaður hjá ÍA á 86. mínútu og sex mínútum seinna var hann rekinn af velli. "Ég held að hann hafi verið mjög ósáttur með að dómarinn skyldi flauta þegar hann var með boltann og hreinlega misst hausinn," sagði Gunnlaugur en er þetta ekki óásættanlegð hegðun hjá atvinnumanni? "Já, að sjálfsögðu," sagði Gunnlaugur að lokum.Heimir: Lentum í vandræðum með þá undir lokin Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu gert leikinn gegn ÍA í kvöld óþarflega spennandi undir lokin. "Jú, það var það. Við komum sterkir inn í seinni hálfleik og skoruðum tvö góð mörk og það voru forsendur til að gera betur. En við hættum að gera það sem hafði virkað vel hjá okkur þegar leið á leikinn," sagði Heimir. "Þeir komu með vörnina sína hátt á völlinn og við vorum kannski ekki nógu klókir í hlaupunum. En Skagaliðið er gott og við lentum í þvílíku veseni með þá undir lokin, og þá sérstaklega Garðar Gunnlaugs. Hann var gríðarlega öflugur eftir því sem leið á leikinn." FH komst í 1-3 með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og hafði góð tök á leiknum. Heimir var ánægður með það sem hann sá til FH-liðsins á þessum kafla. "Við náðum góðum spilköflum og ég get alveg tekið undir það að þetta var með því betra sem við höfum sýnt í sumar," sagði Heimir sem þurfti að breyta liði sínu í kvöld þar sem Bjarni Þór Viðarsson var í leikbanni. En hvernig fannst honum það ganga að fylla hans skarð? "Við vorum með Atla Guðna í holunni og það gekk ágætlega. En þegar leið á leikinn vorum við í vandræðum með löngu boltana hjá þeim og það hefði verið fínt að hafa Bjarna þá." FH hefur unnið þrjá leiki í röð og Heimir sér framfarir hjá sínu liði. "Já, mér finnst við vera að bæta okkur hægt og bítandi. Nú er vika í næsta leik og við þurfum að æfa vel og vera klárir gegn Stjörnunni á mánudaginn," sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira