Kári: Möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði Hjörtur Hjartarson skrifar 26. ágúst 2015 17:30 „Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42
Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30