Gleðilega menningarnótt! Dagur B. Eggertsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra viðbragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni.Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Landsbankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegnum umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra viðbragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni.Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Landsbankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegnum umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar