Ástand heimsins Böðvar Jónsson skrifar 8. september 2015 11:07 Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun