Það hafa aldrei fleiri konur setið á þingi sem kjörnir þingmenn en þegar Alþingi kemur saman í dag. Konur verða í dag 44,4 prósent þingmanna, samanborið við 42,9 prósent þegar mest var áður. Þessu greinir RÚV frá.
Aukningin er tilkomin þar sem Ásta Guðrún Helgadóttir tekur sæti á þingi fyrir Pírata í stað Jóns Þórs Ólafssonar og Sigríður Á. Andersen sest á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stað Péturs Blöndal sem lést í sumar. Þá skipa konur 28 af 63 sætum á Alþingi. Áður höfðu mest setið 27 konur á þingi sem höfðu náð kosningu, en það var eftir þingkosningar 2009.
Innlent