Kristján Möller skyggði á Freyju þegar hún flutti andsvar sitt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. september 2015 12:30 Atvikið átti sér stað á þingi í gær. Mynd/Althingi „Þar sem Kristján skyggði á mig á sjónvarpsskjánum, óviljandi að sjálfsögðu, það endurspeglar mjög vel að þingsalurinn er ekki hannað fyrir fólk sem er liggjandi í hjólastól eða kemst ekki upp í pontuna af öðrum ástæðum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í samtali við Vísi. Það leiðinlega atvik varð í gær að þegar hún lagði orð í belg þegar frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands var rætt þá stóð Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir skjánum svo Freyja sást ekki. Eins og þingkonan bendir á var að sjálfsögðu um óviljaverk að ræða en Freyja segir þetta undirstrika nauðsyn þess að Alþingi ráðist í breytingar á þingsalnum. Atvikið má sjá hér að neðan.„Þetta í gær var alveg dæmigert. Það endurspeglar mjög vel hvernig það er að geta ekki farið upp í pontuna. Þar sem ég er staðsett í þingsalnum gerir það að verkum að ég sést minna og heyrist minna. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á ásýnd mína sem þingmaður.“ Daginn áður eða 15. september hafði Freyja gert aðgengi í þingsalnum að umræðuefni. Þingsalurinn orðinn barn síns tíma „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í þriðjudag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu.Sjá einnig: Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínuFreyja Haraldsdóttir leggur áherslu á að breytingar verði gerðar á Alþingi.Vísir/Stefán„Þetta hefur áhrif á ásýnd þingsins og trúverðugleika. Alþingi setur lög um að það eigi að vera aðgengi fyrir alla en svo er það sjálft ekki reiðubúið til þess að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Hún segir málið ekki aðeins varða sig persónulega og eigi ekki aðeins við um pontuna heldur sé mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á þingsalnum, hann sé þröngur, það sé erfitt að athafna sig og vinnuaðstaðan sé óþægileg. Þetta sé bagalegt í ljósi þess hve langir vinnudagar eru oft á Alþingi. Þingsalurinn sé mögulega orðinn barn síns tíma. Alþingishúsið var byggt árið 1881 en þingsalnum hefur verið breytt lítillega í tímans rás. Þingmennirnir 63 eiga hver sitt fasta sæti þar af eiga ráðherrar sæti á sérstökum ráðherrapöllum sem eru sitt hvoru megin við stól forseta. Innréttingarnar í salnum nú voru hannaðar árið 1987 en forsetaborðið og ræðustóll eða ponta eru frá árinu 1934. Pontan kom þó ekki í salinn fyrr en árið 1991 þegar Alþingi var gert að einni málstofu.Pontan úrelt og nýrrar umræðuhefðar þörf Í mörgum nágrannaríkja okkar flytur fólk gjarnan ræður sínar úr sæti sínu.Ráðherrapallurinn vinstra megin við forsetastól og sæti annarra þingmanna. Vísir/Pjetur „Það er mjög mikil sóun á tíma að vera alltaf að lalla upp og niður í þessa pontu auk þess sem það tekur enn lengri tíma í þröngum þingsal. Það myndi spara tíma og orku örugglega að hanna þingsalinn öðruvísi.“Hér sést hin danska Johanne Schmidt-Nielsen flytja ræðu úr sæti sínu.Málið hefur verið rætt innan Bjartrar framtíðar. „Þetta er orðið svolítið barn síns tíma. Að þingmenn fari upp í pontu til að þenja sig. Þetta á að vera staður þar sem við eigum samtal og vinnum saman, skoðum málin frá ólíkum hliðum og komumst að niðurstöðu. Stemningin verður allt öðruvísi, þetta yrði þá allt á miklu meiri jafningjagrunni.“ Hún tekur þó fram að mikilvægt geti verið að flytja mál úr pontu þegar svo ber undir en að umræður geti farið fram úr sætum þingmanna. Pontan sem slík ýti þó að eins undir þá orðræðu að sá sem í pontunni er ætli að segja hinum til syndanna og sýna vald sitt. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs að mati Freyju. „En sama hvað öllu öðru líður þá verður Alþingi að gera ráð fyrir að þingmenn séu alls konar, liggjandi, sitjandi, standandi. Við hljótum öll að vera sammála um að borgaraleg réttindi séu hornsteinn mannréttinda í samfélaginu okkar og þá hljótum við að vilja senda borgurunum þau skilaboð að það geti tekið þátt í stjórnmálum.“ Alþingi Tengdar fréttir Nýr ræðustóll Alþingis hannaður fyrir hjólastóla 19. júní 2014 08:46 Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00 Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal "Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag. 15. september 2015 13:44 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
„Þar sem Kristján skyggði á mig á sjónvarpsskjánum, óviljandi að sjálfsögðu, það endurspeglar mjög vel að þingsalurinn er ekki hannað fyrir fólk sem er liggjandi í hjólastól eða kemst ekki upp í pontuna af öðrum ástæðum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í samtali við Vísi. Það leiðinlega atvik varð í gær að þegar hún lagði orð í belg þegar frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands var rætt þá stóð Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir skjánum svo Freyja sást ekki. Eins og þingkonan bendir á var að sjálfsögðu um óviljaverk að ræða en Freyja segir þetta undirstrika nauðsyn þess að Alþingi ráðist í breytingar á þingsalnum. Atvikið má sjá hér að neðan.„Þetta í gær var alveg dæmigert. Það endurspeglar mjög vel hvernig það er að geta ekki farið upp í pontuna. Þar sem ég er staðsett í þingsalnum gerir það að verkum að ég sést minna og heyrist minna. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á ásýnd mína sem þingmaður.“ Daginn áður eða 15. september hafði Freyja gert aðgengi í þingsalnum að umræðuefni. Þingsalurinn orðinn barn síns tíma „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í þriðjudag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu.Sjá einnig: Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínuFreyja Haraldsdóttir leggur áherslu á að breytingar verði gerðar á Alþingi.Vísir/Stefán„Þetta hefur áhrif á ásýnd þingsins og trúverðugleika. Alþingi setur lög um að það eigi að vera aðgengi fyrir alla en svo er það sjálft ekki reiðubúið til þess að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Hún segir málið ekki aðeins varða sig persónulega og eigi ekki aðeins við um pontuna heldur sé mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á þingsalnum, hann sé þröngur, það sé erfitt að athafna sig og vinnuaðstaðan sé óþægileg. Þetta sé bagalegt í ljósi þess hve langir vinnudagar eru oft á Alþingi. Þingsalurinn sé mögulega orðinn barn síns tíma. Alþingishúsið var byggt árið 1881 en þingsalnum hefur verið breytt lítillega í tímans rás. Þingmennirnir 63 eiga hver sitt fasta sæti þar af eiga ráðherrar sæti á sérstökum ráðherrapöllum sem eru sitt hvoru megin við stól forseta. Innréttingarnar í salnum nú voru hannaðar árið 1987 en forsetaborðið og ræðustóll eða ponta eru frá árinu 1934. Pontan kom þó ekki í salinn fyrr en árið 1991 þegar Alþingi var gert að einni málstofu.Pontan úrelt og nýrrar umræðuhefðar þörf Í mörgum nágrannaríkja okkar flytur fólk gjarnan ræður sínar úr sæti sínu.Ráðherrapallurinn vinstra megin við forsetastól og sæti annarra þingmanna. Vísir/Pjetur „Það er mjög mikil sóun á tíma að vera alltaf að lalla upp og niður í þessa pontu auk þess sem það tekur enn lengri tíma í þröngum þingsal. Það myndi spara tíma og orku örugglega að hanna þingsalinn öðruvísi.“Hér sést hin danska Johanne Schmidt-Nielsen flytja ræðu úr sæti sínu.Málið hefur verið rætt innan Bjartrar framtíðar. „Þetta er orðið svolítið barn síns tíma. Að þingmenn fari upp í pontu til að þenja sig. Þetta á að vera staður þar sem við eigum samtal og vinnum saman, skoðum málin frá ólíkum hliðum og komumst að niðurstöðu. Stemningin verður allt öðruvísi, þetta yrði þá allt á miklu meiri jafningjagrunni.“ Hún tekur þó fram að mikilvægt geti verið að flytja mál úr pontu þegar svo ber undir en að umræður geti farið fram úr sætum þingmanna. Pontan sem slík ýti þó að eins undir þá orðræðu að sá sem í pontunni er ætli að segja hinum til syndanna og sýna vald sitt. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs að mati Freyju. „En sama hvað öllu öðru líður þá verður Alþingi að gera ráð fyrir að þingmenn séu alls konar, liggjandi, sitjandi, standandi. Við hljótum öll að vera sammála um að borgaraleg réttindi séu hornsteinn mannréttinda í samfélaginu okkar og þá hljótum við að vilja senda borgurunum þau skilaboð að það geti tekið þátt í stjórnmálum.“
Alþingi Tengdar fréttir Nýr ræðustóll Alþingis hannaður fyrir hjólastóla 19. júní 2014 08:46 Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00 Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal "Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag. 15. september 2015 13:44 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00
Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal "Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag. 15. september 2015 13:44