Vilja efla samstarf Íslands og Grænlands Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 14:07 Frá Nuuk. Vísir/AFP Þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að efla samstarf Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni lýsir Alþingi stuðningi við „söguleg skref sem vina- og nágrannaþjóð Íslendinga á Grænlandi hefur á síðustu áratugum tekið til aukinnar sjálfstjórnar og felur ríkisstjórninni að efla tengsl og samvinnu við Grænland.“ Í tillögunni segir að samstarf landanna skuli eflt meðal annars með gerð samkomulags sem tryggi fullt tollfrelsi varðandi sölu varnings og þjónustu, að örva tengsl milli yngstu kynslóða þjóðanna, að auka samstarf háskóla landanna, að koma á öflugu rannsóknasamstarfi, að bjóða til samstarfs á sviði sjávarútvegs, að taka frumkvæði að úttekt á mögulegri samvinnu á sviði læknis- og heilbrigðisþjónustu, að efla samstarf um ferðaþjónustu, að efla samstarf og ráðgjöf á sviði vatnsaflsverkefna á Grænlandi, að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um nýjar skipaleiðir á norðurslóðum, að efla samvinnu gegn loftslagsvá og taka upp formlegt samstarf á sviði umhverfisverndar og að efla á alla lund starfsemi Vestnorræna ráðsins. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar hafi margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. „Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar.“ Þá segir að nú séu Íslendingar og Grænlendingar nánar vina- og samstarfsþjóðir með vaxandi tengsl á öllum sviðum og eigi ríka sameiginlega hagsmuni varðandi loftslagsbreytingar, vernd norðurslóða og nýtingu auðlinda. „Í kjölfar hlýnunar andrúmsloftsins munu breytingar á umhverfi og atvinnuháttum í norðri kalla á aukið samstarf þjóðanna á fjölmörgum sviðum.“ Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að efla samstarf Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni lýsir Alþingi stuðningi við „söguleg skref sem vina- og nágrannaþjóð Íslendinga á Grænlandi hefur á síðustu áratugum tekið til aukinnar sjálfstjórnar og felur ríkisstjórninni að efla tengsl og samvinnu við Grænland.“ Í tillögunni segir að samstarf landanna skuli eflt meðal annars með gerð samkomulags sem tryggi fullt tollfrelsi varðandi sölu varnings og þjónustu, að örva tengsl milli yngstu kynslóða þjóðanna, að auka samstarf háskóla landanna, að koma á öflugu rannsóknasamstarfi, að bjóða til samstarfs á sviði sjávarútvegs, að taka frumkvæði að úttekt á mögulegri samvinnu á sviði læknis- og heilbrigðisþjónustu, að efla samstarf um ferðaþjónustu, að efla samstarf og ráðgjöf á sviði vatnsaflsverkefna á Grænlandi, að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um nýjar skipaleiðir á norðurslóðum, að efla samvinnu gegn loftslagsvá og taka upp formlegt samstarf á sviði umhverfisverndar og að efla á alla lund starfsemi Vestnorræna ráðsins. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar hafi margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. „Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar.“ Þá segir að nú séu Íslendingar og Grænlendingar nánar vina- og samstarfsþjóðir með vaxandi tengsl á öllum sviðum og eigi ríka sameiginlega hagsmuni varðandi loftslagsbreytingar, vernd norðurslóða og nýtingu auðlinda. „Í kjölfar hlýnunar andrúmsloftsins munu breytingar á umhverfi og atvinnuháttum í norðri kalla á aukið samstarf þjóðanna á fjölmörgum sviðum.“
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira