Er hótelborgin að verða óbyggileg? Halldór Þorsteinsson skrifar 29. september 2015 07:00 Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar