Er hótelborgin að verða óbyggileg? Halldór Þorsteinsson skrifar 29. september 2015 07:00 Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun