Ást fyrir alla Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar