Pólitískur subbuskapur Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun