Innlent

Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Valli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir borgaryfirvöld Reykjavíkurborgar vegna samþykktar tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur. Segir hann að borgaryfirvöldum virðist vera meira umhugað um svokalla viðburði fremur en rekstur borgarinnar. Sigmundur Davíð var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld.

„Það er verið að fara fram úr því sem þessari sveitarstjórn er heimilt að gera en almennt held ég að best sé að sveitarfélög sinni því sem þeim beri. Þegar eitthvað hefur farið af stað með hvelli er erfitt að leiðrétta það. Það eru miklir viðskiptahagsmunir undir og Ísraelar hafa töluverð áhrif víða.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gefið út að að tillagan um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael verði dregin til baka á fundi borgarráðs í næstu viku en tillagan hefur hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum.

Pólitík borgaryfirvalda afleiðing kæruleysis

Sigmundur Davíð var gagnrýninn á borgaryfirvöld og nefndi sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum og sýninguna Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem dæmi um að borgaryfirvöldum væri meira annt um viðburði fremur en rekstur borgarinnar.

„Þetta er afleiðing kæruleysis sem birtist í að pólítikin sem rekin er á þessu sviði er farin að snúast um viðburði eða það sem má það sem má kalla 'publicity stunts',“ sagði Sigmundur Davíð. „Það er ekki hægt að fá stjórnendur borgarinnar til að ræða um rekstrarstöðu borgarinnar sem er mjög alvarleg. Allskonar svona atriði birtast oft í viku og ég nefni sem dæmi klámmyndir í ráðhúsinu þar sem starfsfólk er nánast neytt til að horfa á klámmyndir í matartímanum. Allskonar svona furðulega uppákomur tröllríða öllu.“

Sýningarstjórar Kynleika hafa beðið starfsfólk Reykjavíkurborgar afsökunar hafi einstaka verk innan sýningarinnar vakið hjá því vanlíðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×