Segir Geir gera atlögu að tjáningarfrelsinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 08:00 Geir Þorsteinsson er ekki vinsæll í bláa hluta Manchester núna. vísir/stefán/getty Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45