Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2015 21:15 Róbert Gunnarsson í baráttunni. Vísir/EPA Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira