Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 12:45 Benzema, sem er hér hvítklæddur, eftir handtökuna í gær. Vísir/AFP Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51