Alfreð og félagar í flottum málum | Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 22:00 Felipe Pardo fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira
Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira