Alfreð og félagar í flottum málum | Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 22:00 Felipe Pardo fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira