Handbolti

Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Júníusson fer með til Osló.
Pétur Júníusson fer með til Osló. Vísir/Stefán
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló.

Íslenska landsliðið er á leiðinni til Noregs þar sem liðið spilar við Noreg, Frakkland og Danmörku í Gulldeildinni.

Töluverð forföll hafa komið upp undanfarna daga hjá íslenska landsliðinu. Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að snúa aftur til Frakklands og getur ekki verið með.

Þeir Vignir Svavarsson og Bjarki Már Gunnarsson eru báðir meiddir og ekki leikfærir.

Aron kallaði þrjá leikmenn inn í æfingahópinn og tveir af þeim fara með til Noregs en það eru þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Pétur Júníusson.

Heima sitja aftur á móti þeir Arnór Þór Gunnarsson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Janus Daði Smárason en sá síðastnefndi kom inn í hópinn í dag.  

Leikir Íslands í Gulldeildinni (Golden league) eru:

Fimmtudagur 5. nóvember       Noregur – Ísland           kl.18.45 í Nadderud Arena, Oslo

Laugardagur 7. nóvember           Frakkland – Ísland         kl.14.45 í Nadderud Arena, Osló

Sunnudagur 8. nóvember           Ísland – Danmörk          kl. 19.30 í Nadderud Arena, Osló

Íslenski landsliðshópurinn í Gulldeildinni (Golden league):

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Álaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Arnar Freyr Arnarson, Fram

Arnór Atlason, St.Raphel

Aron Pálmarson, MKB Veszprem

Ásgeir Örn Hallgrímsson, USAM Nimes

Bjarki Már Elísson, Fuche Berlin

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Eisenach

Pétur Júníusson, Afturelding

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Tandri Már Konráðsson, Ricoh

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×