Manchester City áfram í 16 liða úrslitin | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Raheem Sterling fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira