Real Madrid komið áfram eftir sigur á PSG | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Nacho fagnar marki sínu. Vísir/EPA Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira