Vannýtt hráefni í ferðþjónustu – Tækifæri til fullvinnslu 18. nóvember 2015 07:00 Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun