Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Sóley Tómasdóttir og Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Sóley Tómasdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun