Zlatan skoraði í heimkomunni | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 21:45 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira