Giroud skaut Arsenal áfram í Meistaradeildinni | Sjáið þrennu Frakkans í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2015 18:08 Olivier Giroud fagnar einu af mörkum sínum. Vísir/EPA Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira