Ólafur Ragnar sagði það ekki tíðkast að svipta menn fálkaorðunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. desember 2015 18:30 Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Fálkaorðan Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Fálkaorðan Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira