Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 22:15 Manchester United datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik. Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin. Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið. Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Malmö 8-0 1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0 1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðillWolfsburg - Manchester United 3-2 0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1 0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.C-riðillBenfica - Atlético Madrid 1-2 0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)Galatasaray - Astana 1-1 0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.D-riðillManchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2 1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)Sevilla - Juventus 1-0 1-0 Fernando Llorente (65.).Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik. Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin. Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið. Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Malmö 8-0 1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0 1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðillWolfsburg - Manchester United 3-2 0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1 0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.C-riðillBenfica - Atlético Madrid 1-2 0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)Galatasaray - Astana 1-1 0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.D-riðillManchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2 1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)Sevilla - Juventus 1-0 1-0 Fernando Llorente (65.).Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira