Kári Árnason verður fyrirliði á móti Real Madrid á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 18:12 Kári Árnason í leik á móti PSG. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira