Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 09:11 Kópavogskirkja í jólabúningi. Vísir/GVA Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands. Veður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands.
Veður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira