Ég vil leggja niður fangelsi á Íslandi Björt Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:02 Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun