Píratar og kirkjuheimsóknir Halldór Auðar Svansson skrifar 11. desember 2015 07:00 Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun