Messi skoraði fallegasta markið á síðustu leiktíð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2015 12:00 Lionel Messi fagnar fallegasta markinu á tímabilinu 2014-15. Vísir/AFP Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira